Hækkun á hlutabréfavísitölum vestanhafs hélt áfram í dag þrátt fyrir sveiflur, í kjölfar ákvörðunar bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna um að lækka stýrivexti bankans um 0,75% í 2,25%.
Eftir tilkynningu Seðlabankans hækkaði Dow Jones vísitalan um 1,49% . Dow Jones hafði hækkað um 300 stig eða 1,9% í dag fyrir tilkynninguna, og er hækkunin rakin til þess að ársfjórðungsuppgjör fjárfestingarbankanna Lehman Brothers og Goldman Sachs voru betri en búist var við.