Hlutabréf hækkuðu vestanhafs í dag í kjölfar þess að ársfjórðungsuppgjör fjárfestingarbankanna Lehman Brothers og Goldman Sachs voru birt og eftir að tilkynnt var um ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna að lækka stýrivexti.
Eftir sveiflukenndan dag hækkaði Dow Jones hlutabréfavísitalan um 3,51%. Vísitalan fór upp um 400 stig sem er mesta hækkun stiga á einum degi í fimm ár. Í lok dags hafði Dow Jones hækkað um 420,41 stig og stendur hún í 12.392,66 stigum. Nasdaq vísitalan hækkaði um 91,25 stig eða 4,19% og stendur hún í 2.268,26 stigum. Standards&Poor´s 500 vísitalan hækkaði um 54,14 stig eða 4,24% og stendur hún í 1.330,74 stigum.
Hlutabréf deCODE hækkuðu um 6,06% og var lokaverðið 1,65 dalir á hlut.