Krónan veiktist um 1,27% í dag

Gengi krónunnar lækkaði um 1,27% í dag.
Gengi krónunnar lækkaði um 1,27% í dag. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Gríðarlegt flökt var á gengi krónunnar í dag og lækkaði hún um 4% fyrst í morgun frá lokagildi hennar í gær.  Heldur dró úr lækkuninni þegar leið á daginn og nemur lækkun hennar í lok dagsins 1,27%, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. 

Gengisvísitalan opnaði í 153,30 og lokaði í 155,50.   Velta á millimarkamarkaði var 125 milljarðar. 

Gengi Bandaríkjadollars er 76,60 krónur, gengi breska pundsins er 153,73 krónur og gengi evrunnar er 120,93 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK