Gríðarlegt flökt var á gengi krónunnar í dag og lækkaði hún um 4% fyrst í morgun frá lokagildi hennar í gær. Heldur dró úr lækkuninni þegar leið á daginn og nemur lækkun hennar í lok dagsins 1,27%, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.
Gengisvísitalan opnaði í 153,30 og lokaði í 155,50. Velta á millimarkamarkaði var 125 milljarðar.
Gengi Bandaríkjadollars er 76,60 krónur, gengi breska pundsins er 153,73 krónur og gengi evrunnar er 120,93 krónur.