Þrír nýir í stjórn Eimskipafélags Íslands

mbl.is/Brynjar Gauti

Þrír nýir menn voru kosnir í stjórn Eimskipafélags Íslands á aðalfundi félagsins í dag, þeir  Friðrik Jóhannsson, Orri Hauksson og Tómas Ottó Hansson. Auk þeirra voru Sindri Sindrason og Gunnar M. Bjorg kosnir til áframhaldandi setu í stjórn félagsins.

Samþykkt var á fundinum að tap félagsins á árinu 2007 verði fært til lækkunar á eigin fé félagsins og að ekki verður greiddur út arður til hluthafa á árinu 2008. Jafnframt var samþykkt að stjórnarlaun vegna ársins 2008 verði 200 þúsund krónur á mánuði en stjórnarformaður fái 400 þúsund krónur á mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK