Gengi krónunnar hefur lækkað um 1,64% það sem af er degi en gengisvísitalan stendur í 158,10 stigum. Í byrjun dags var hún 155,50 stig. Alls nema viðskipti á gjaldeyrismarkaði 34,8 milljörðum króna það sem af er degi og stendur Bandaríkjadalur í 78,20 krónum. Evran er 122,80 krónur og pundið 156,20 krónur.