Fjármálastofnanir skortir traust

Davíð Oddsson seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri. mbl.is/Ómar

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði í fréttum Sjónvarpsins, að traust skorti á fjármálastofnanir en það hafi ekkert með gjaldmiðilinn að gera og krónan sé  ekkert viðkvæmari en margir aðra gjaldmiðlar fyrir dýfum á hlutabréfamörkuðum. Ekki sé sama hvernig staðið sé að útrás.

Davíð sagði, að Seðlabankann hafi veitt viðskiptabönkunum rýmri kjör og að frekari breytinga sé að vænta. Þá hafi gjaldeyrisforðinn aldrei verið meiri, hann sé nú yfir 200 milljarðar króna og ekki útilokað að hann verði efldur.

Þá sagði Davíð, að vel megi vera að Seðlabankinn hafi beðið álitshnekki nú með falli krónunnar en menn verði að átta sig á forsendunum fyrir aðgerðum bankans. Bankann þurfi greinilega meiri tíma til á vinna á verðbólgunni en markmiðin muni nást.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK