Hrun í kauphöllinni

Verð á hluta­bréf­um hef­ur hrunið í Kaup­höll Íslands í dag og nem­ur lækk­un Úrvals­vísi­töl­unn­ar 6,03%. Er þetta mesta lækk­un vísi­töl­unn­ar frá upp­hafi sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá kaup­höll­inni. SPRON hef­ur lækkað um 14,4% og voru síðustu viðskipti á geng­inu 3,98. Ex­ista um 12,9%, FL Group um 12,8%, Kaupþing 6,9% en alls nema viðskipti með bank­ann 2,7 millj­örðum króna það sem af er degi. Bakka­vör 5,8% og Lands­bank­inn 5%. Tals­verð viðskipti hafa verið með hluta­bréf í dag í Kaup­höll Íslands eða fyr­ir 6,7 millj­arða króna. Úrvals­vísi­tal­an stend­ur nú í 4.377,6 stig­um.

Í Ósló hef­ur hluta­bréfa­vísi­tal­an lækkað um 0,9%, Hels­inki 0,8%, Kaup­manna­höfn 0,8%, Stokk­hólm­ur 0,8% og samn­or­ræna vísi­tal­an Nordic 40 hef­ur lækkað um 1,5%. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK