Bankastjórar funda með Englandsbanka

HBOS bankinn
HBOS bankinn Reuters

For­stjór­ar stærstu banka Bret­lands munu síðar í dag eiga fund með Mervyn King, banka­stjóra Eng­lands­banka, dag­inn eft­ir að hluta­bréf ým­issa breskra banka lækkuðu um­tals­vert í verði meðal ann­ars vegna orðróms á markaði um stöðu þeirra.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Eng­lands­banka er langt síðan að fund­ur­inn var ákveðinn og að hann teng­ist ekki því um­róti sem myndaðist í kaup­höll­inni í Lund­ún­um í gær. 

Í gær sendi Eng­lands­banki frá sér yf­ir­lýs­ingu um að ekk­ert væri hæft í því að breski bank­inn HBOS þyrfti á neyðarláni að halda frá seðlabank­an­um. Í kjöl­farið róaðist aðeins ástandið í bresku kaup­höll­inni en bréf HBOS voru nán­ast í frjálsu falli um morg­un­inn. Þegar viðskipt­um lauk síðdeg­is í gær nam lækk­un HBOS 7% en bréf bank­ans hafa hækkað lít­il­lega á ný í dag.

HBOS bank­inn er stærsti lán­veit­andi hús­næðislána í Bretlandi en hann er hluti af sam­stæðu Royal Bank of Scot­land. HBOS er fimmti stærsti banki Bret­lands. 

Breska fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur hafið rann­sókn á því hvort ein­hverj­ir verðbréfamiðlar­ar hafi sett orðróm­inn á stað í þeim til­gangi að inn­leysa hagnað með því að kaupa á lágu gengi og selja síðan þegar verð hækk­ar á ný.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK