Credit Suisse gefur út afkomuviðvörun

Credit Suisse
Credit Suisse Reuters

Sviss­neski bank­inn Cred­it Suis­se gaf í morg­un út af­komu­viðvör­un þar sem fram kem­ur að út­lit sé fyr­ir að bank­inn verði ekki rek­inn með hagnaði á fyrsta árs­fjórðungi. Skýrist það einkum af af­skrift­um af und­ir­máls­lán­um á banda­rísk­um fast­eignalána­markaði.

Jafn­framt kem­ur fram í til­kynn­ingu frá  Cred­it Suis­se að hagnaður bank­ans á síðasta ári hafi verið minni held­ur en áður var greint frá. Nam hagnaður­inn 7,76 millj­örðum sviss­neskra franka í stað 8,55 millj­örðum franka líkt og áður hafði verið greint frá. 

Hluta­bréf Cred­it Suis­se lækkuðu um 10,3% í Kaup­höll­inni í Zurich í morg­un og hafði til­kynn­ing­in einnig áhrif á gengi flestra evr­ópskra banka í morg­un. Jafn­framt ótt­ast marg­ir að sviss­nesk­ir bank­ar standi mun verr að vígi en áður var talið en UBS, stærsti banki Sviss, þurfti að af­skrifa 18,4 millj­arða Banda­ríkja­dala á síðasta ári.

Hins veg­ar vís­ar fjár­málaráðherra Sviss, Hans-Rud­olf Merz, á bug öll­um fregn­um um stöðu sviss­neskra banka. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK