Credit Suisse gefur út afkomuviðvörun

Credit Suisse
Credit Suisse Reuters

Svissneski bankinn Credit Suisse gaf í morgun út afkomuviðvörun þar sem fram kemur að útlit sé fyrir að bankinn verði ekki rekinn með hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. Skýrist það einkum af afskriftum af undirmálslánum á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Jafnframt kemur fram í tilkynningu frá  Credit Suisse að hagnaður bankans á síðasta ári hafi verið minni heldur en áður var greint frá. Nam hagnaðurinn 7,76 milljörðum svissneskra franka í stað 8,55 milljörðum franka líkt og áður hafði verið greint frá. 

Hlutabréf Credit Suisse lækkuðu um 10,3% í Kauphöllinni í Zurich í morgun og hafði tilkynningin einnig áhrif á gengi flestra evrópskra banka í morgun. Jafnframt óttast margir að svissneskir bankar standi mun verr að vígi en áður var talið en UBS, stærsti banki Sviss, þurfti að afskrifa 18,4 milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári.

Hins vegar vísar fjármálaráðherra Sviss, Hans-Rudolf Merz, á bug öllum fregnum um stöðu svissneskra banka. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK