Lánshæfismat Glitnis tekið til endurskoðunar

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti í dag að það hefði tekið lánshæfismat Glitnis til skoðunar með möguleika á lækkun. S&P staðfestir lánshæfismat langtíma- og skammtímaskuldbindinga. Lánshæfismat Glitnis er nú: langtímaskuldbindingar eru metnar A-, skammtímaskuldbindingar A-2. Glitnir er eini bankinn á Íslandi sem metinn er af S&P.

Í síðasta mánuði lækkaði matsfyrirtækið Moody's  lánshæfiseinkunn Glitnis sem og Kaupþings og Landsbankans.„Þessi afstaða S&P kemur í sjálfu sér ekki á óvart í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja á mörkuðum," segir Ingvar H. Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis, í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

„Glitnir er eina bankastofnunin á Íslandi sem er metinn af S&P en lánshæfismatsfyrirtæki hafa almennt verið að endurskoða afstöðu sína til fjölmargra banka í ljósi breyttra markaðsaðstæðna. S&P breytti horfum nokkurra af stærri fjárfestingabönkum heims úr stöðugum í neikvæðar fyrir um mánuði síðan. Við munum vinna með S&P og kynna bankann með það að markmiði að tryggja núverandi lánshæfismat hans, og munum áfram hafa skuldabréfafjárfesta ofarlega í huga," segir Ingvar ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK