Olíuverð á niðurleið

Verð á olíu hélt áfram að lækka í morg­un og er komið í rúma 102 Banda­ríkja­dali tunn­an eft­ir að hafa farið ná­lægt 112 döl­um fyr­ir skömmu. Ein helsta skýr­ing­in á lækk­un olíu­verðs nú er að eft­ir­spurn eft­ir olíu hef­ur dreg­ist sam­an um 3,2% frá því á sama tíma í fyrra og bens­íni um 1% í Banda­ríkj­un­um. Hafði þetta mun meiri áhrif á olíu­verð held­ur en að birgðir af hrá­ol­íu væru minni held­ur en gert hafði verið ráð fyr­ir. 

Verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í maí lækkaði um 13 sent og var 102,41 Banda­ríkja­dal­ur tunn­an í ra­f­ræn­um viðskipt­um í morg­un. Í gær lækkaði verð á hrá­ol­íu um 5,96 dali tunn­an í 102,54 dali. Verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í apríl lækkaði einnig og er nú 104,48 dal­ir tunn­an sem er lækk­un um 4,94 dali tunn­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka