Olíuverð á niðurleið

Verð á olíu hélt áfram að lækka í morgun og er komið í rúma 102 Bandaríkjadali tunnan eftir að hafa farið nálægt 112 dölum fyrir skömmu. Ein helsta skýringin á lækkun olíuverðs nú er að eftirspurn eftir olíu hefur dregist saman um 3,2% frá því á sama tíma í fyrra og bensíni um 1% í Bandaríkjunum. Hafði þetta mun meiri áhrif á olíuverð heldur en að birgðir af hráolíu væru minni heldur en gert hafði verið ráð fyrir. 

Verð á hráolíu til afhendingar í maí lækkaði um 13 sent og var 102,41 Bandaríkjadalur tunnan í rafrænum viðskiptum í morgun. Í gær lækkaði verð á hráolíu um 5,96 dali tunnan í 102,54 dali. Verð á hráolíu til afhendingar í apríl lækkaði einnig og er nú 104,48 dalir tunnan sem er lækkun um 4,94 dali tunnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka