Samkvæmt væntingavísitölu Gallup í mars hefur svartsýni íslenskra neytenda aukist talsvert frá síðustu mælingu. Í febrúar var vísitalan rétt yfir hundrað stigum sem gefur til kynna um það bil jafn marga jákvæða og neikvæða svarendur. Vísitalan fellur hins vegar niður í 87,1 stig nú og hefur ekki mælst lægri frá því í janúar 2002.
Hvort tveggja
mat á núverandi ástandi og væntingar til næstu sex mánaða taka dýfu frá
síðustu mælingu. Væntingar neytenda sveiflast almennt í takt við gengi
krónunnar, enda hefur gengislækkun áhrif á kaupgetu heimila bæði í
innfluttri neyslu sem og innlendri með aukinni verðbólgu. Það kemur því
ekki á óvart hversu mikið dregur úr væntingum neytenda nú þegar gengi
krónunnar er í sögulegu lágmarki, samkvæmt Hálf fréttum Kaupþings.
Færri hyggja á utanlandsferðir
Stórkaupavísitalan lækkar um 2,4 stig á fyrsta ársfjórðungi 2008 frá fyrri ársfjórðungi og hyggja því færri á stórkaup nú í upphafi árs, en stórkaupavísitala Gallup tekur mið af fyrirhuguðum kaupum landsmanna á húsnæði, bifreiðum og utanlandsferðum.
Mesta breytingin er í fyrirhuguðum utanlandsferðum,
en sú vísitala lækkar um 9,8 stig enda gengisfall krónunnar ferðalöngum
ofarlega í huga.