Edda Rós: Björninn er vaknaður

Edda Rós Karlsdóttir
Edda Rós Karlsdóttir mbl.is

Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans, segir aðgerðir Seðlabankans í morgun benda til þess að björninn sé vaknaður. Segir hún aðgerðirnar mjög mikilvægar enda sé Seðlabankinn að greiða fyrir markaðnum.

Hún segir að þar sem Seðlabankinn ákvað að hækka vexti þá séu þær hliðaraðgerðir sem bankinn hefur ákveðið að grípa til nú algjörlega nauðsynlegar og að þetta tvennt spili saman, það er hækkun stýrivaxta og að liðka fyrir á fjármálamarkaði. Þetta er í raun kerfislæg aðgerð, segir Edda Rós.

„Það skiptir gríðarlegu máli að Seðlabankinn sé að liðka fyrir mörkuðum , meðal annars með útgáfu á framseljanlegum innstæðubréfum fyrir allt að fimmtíu milljarða. Í raun er Seðlabankinn með þessu að  taka við því fé sem kemur inn í landið og kemst ekki inn í gegnum gjaldeyrisskiptamarkaðin. Með þessu ættu markaðsvextir að fylgja stýrivöxtum seðlabankans betur og það hefur sýnt sig í morgun. Bæði verðtryggðir og óverðtryggðir vextir hafa verið að hækka gríðarlega," segir Edda Rós. 

Þessar aðgerðir eiga að koma til móts við þá miklu eftirspurn sem skapast hefur eftir skammtíma skuldabréfum með ríkisábyrgð. Mikil eftirspurn eftir slíkum bréfum hefur valdið verulegri lækkun markaðsvaxta undanfarið, einkum eftir að vextir á gjaldeyrisskiptamarkaði féllu verulega fyrir um hálfum mánuði.  

Aðgerðir Seðlabankans nú  tryggja ekki íslenskum bönkum greiðara aðgengi að lausafé í erlendum gjaldeyri en þær ættu að leiða til töluverðrar hækkunar vaxta á innanlandsmarkaði og einhverrar styrkingar krónunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK