Einhverjir kunna að hafa haft óeðlileg áhrif á gengið

Davíð Oddsson seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri. mbl.is/Ómar

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir að Seðlabankinn hafi haft vísbendingar um að hugsanlega hafi einhverjir verið að hafa meiri áhrif á gengi krónunnar að undanförnu en eðlilegt getur talist og að um hafi verið að ræða aðila sem áttu ekki að stunda slíkar gjörðir.

„Ef sú er raunin er það að okkar mati mjög alvarlegt mál og við erum að skoða málið eftir að hafa fengið vísbendingar þess efnis í hús. Reynist þessar vísbendingar réttar eða sannar verður við því að bregðast því það veikir mjög trúverðugleika gjaldeyrismarkaðarins ef menn hafa það á tilfinningunni að ábyrgir aðilar taki þátt í því að hafa óeðlileg áhrif á hann. Ég vil ekki gefa mér að það hafi gerst en við munum fara  gegnum málið til þess að sjá hvort líklegt sé að slíkar vísbendingar séu réttar.“

Eru einhver viðurlög við slíku?

„Það er hægt að bregðast við með margvíslegum hætti, bæði af hálfu Seðlabanka og Fjármálaeftirlits en það er of fljótt að velta því fyrir sér,“ segir Davíð Oddsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka