Einhverjir kunna að hafa haft óeðlileg áhrif á gengið

Davíð Oddsson seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri. mbl.is/Ómar

Davíð Odds­son, seðlabanka­stjóri, seg­ir að Seðlabank­inn hafi haft vís­bend­ing­ar um að hugs­an­lega hafi ein­hverj­ir verið að hafa meiri áhrif á gengi krón­unn­ar að und­an­förnu en eðli­legt get­ur tal­ist og að um hafi verið að ræða aðila sem áttu ekki að stunda slík­ar gjörðir.

„Ef sú er raun­in er það að okk­ar mati mjög al­var­legt mál og við erum að skoða málið eft­ir að hafa fengið vís­bend­ing­ar þess efn­is í hús. Reyn­ist þess­ar vís­bend­ing­ar rétt­ar eða sann­ar verður við því að bregðast því það veik­ir mjög trú­verðug­leika gjald­eyr­is­markaðar­ins ef menn hafa það á til­finn­ing­unni að ábyrg­ir aðilar taki þátt í því að hafa óeðli­leg áhrif á hann. Ég vil ekki gefa mér að það hafi gerst en við mun­um fara  gegn­um málið til þess að sjá hvort lík­legt sé að slík­ar vís­bend­ing­ar séu rétt­ar.“

Eru ein­hver viður­lög við slíku?

„Það er hægt að bregðast við með marg­vís­leg­um hætti, bæði af hálfu Seðlabanka og Fjár­mála­eft­ir­lits en það er of fljótt að velta því fyr­ir sér,“ seg­ir Davíð Odds­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK