Hlutabréf hækkuðu mikið í verði í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,16% og hefur aldrei áður hækkað jafn mikið á einum degi. Er vísitalan 5845 stig. Bréf Kaupþings hækkuðu um 9,41% og viðskipti með bréf bankans námu 7 milljörðum króna.
Bréf Marels hækkuðu um 8,38%, Føroya Banka um 7,86%, Glitnis um 5,59% og Landsbanka um 5,28%.
Hlutabréf hækkuðu einnig umtalsvert í öðrum evrópskum kauphöllum í dag. Þannig hækkuðu hinar norrænu OMX vísitölurnar um 3-4%, FTSE vísitalan í Lundúnum hækkaði um 3,4% og DAX og CAC vísitölurnar í Frankfurt og París um 3,2%. Bréf Century Aluminium lækkuðu um 2,02% og Teymis um 0,94%.