N1 lækkar verð á eldsneyti: Styrking krónunnar ræður mestu

Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir að styrking krónunnar hafi ráðið mestu um að félagið lækkaði verð á bensíni og díselolíu um eina krónu í morgun. „Við fylgjumst með þróuninni í dag og ef styrkingin er varanleg verðum við að vona að olíuverð úti haldi áfram að lækka,“ sagði Hermann. Slík lækkun myndi skila sér „eins og skot“ í lækkun bensínverðs.

„Útspil Seðlabankans leiddi til styrkingar, sem er mikið gleðiefni,“ sagði Hermann um stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands í morgun.

Ef svo fari, sem greinendur telji nú margir líklegt, að eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum dragist saman gæti lækkun á heimsmarkaðsverði orðið allt að tíu prósentum til viðbótar, og slíkrar lækkunar myndi strax sjá stað í eldsneytisverði hérlendis.

„Síðasta hækkun hjá okkur var á mánudaginn í síðustu viku, og eftir það veiktist krónan hraustlega, en við ákváðum að láta þá hækkun framhjá okkur fara í þeirri trú að um væri að ræða yfirskot á markaðinum, og sú reyndist raunin,“ sagði Hermann ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK