Bankarnir þurfa ekki að gjalda óhófsins

Dálkahöfundur breska blaðsins Financial Times segir á vef blaðsins í dag, að það virðist mega ráða af tilkynningu Seðlabankans um breytingar á reglum bankans, að íslensku bankarnir eigi ekki að þurfa að gjalda þess á heimamarkaði að þeir hafi gerst djarfir í útlöndum.  

Kaflinn í tilkynningu Seðlabankans, sem Paul Murphy, dálkahöfundur FT, vísar til, er eftirfarandi:

  • Í nýjum reglum um bindiskyldu er gert ráð fyrir því að skuldbindingar erlendra útibúa íslenskra banka myndi ekki grunn bindingar. Breyt­ingin tekur gildi þegar reglulegri upplýsingasöfnun um efnahagsliði erlendra útibúa íslenkra fjármálafyrirtækja hefur verið komið á.
  • Tilgangur breytingarinnar er að samræma reglurnar þeim sem gilda hjá Evrópska Seðlabankanum svo sem verða má. Þótt tölur liggi ekki fyrir má ætla að breytingin létti talsvert á bindiskyldu þeirra banka sem starfrækja útibú erlendis.

„Þetta virðist þýða, að íslensku bankarnir þurfi ekki að gjalda heima fyrir óhóf í útlöndum og sumir myndu segja, að það óhóf hafi gengið út í öfgar á síðustu árum," segir Murphy.

Hann bendir á að Seðlabankinn hafi þó ákveðna tryggingu: Árið 2003 hafi norrænu seðlabankarnir gert með sér samkomulag um að þeir muni leggja fram fjármagn lendi einhver þeirra í erfiðleikum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK