Vaxtamunur áfram enginn

mbl.is/Júlíus

Greiningardeild Kaupþings segir að útgáfa svokallaðra innistæðubréfa sem Seðlabankinn tilkynnti um í morgun megi líta á sem viðbót við stuttu ríkisbréfaflokkana. Þessi útgáfa fjölgar þannig möguleikum erlendra fjárfesta til að taka stöðu í íslenskum vöxtum og telst jákvæð sem slík fyrir íslensku krónuna.

„Sem fyrr er einn helsti vandi krónunnar hins vegar sá að algengasta leið fjárfesta til að nýta sér vaxtamun við útlönd er nánast ófær. Nánar tiltekið veldur hátt grunnálag því að vaxtamunur við útlönd í gjaldeyrisskiptasamningum er allt niður í að vera enginn – og hefur stýrivaxtahækkunin í dag litlu sem engu breytt þar um. Því má segja að krónan sé ennþá í afar viðkvæmri stöðu. Það er hins vegar skoðun Greiningardeildar að gengi krónunnar nú sé talsvert veikara en fæst staðist til lengri tíma litið," samkvæmt Hálf fimm fréttum Kaupþings.

Seðlabankinn tilkynnti í dag um nýjar reglur sem auka aðgengi að lausafé með tvenns konar hætti. Annarsvegar minnkar bindiskylda íslenskra banka vegna erlendra útibúa og hins vegar breyting sem auðveldar smærri fjármálafyrirtækjum að afla sér lausafjár hjá Seðlabankanum gegn tryggum veðum. Þessar aðgerðir munu því liðka fyrir á íslenskum fjármálamarkaði.

Að mati Greiningardeildar Kaupþings er hækkun stýrivaxta ekki endilega til þess fallin að styðja við gengi krónunnar eins og málum er háttað á gjaldeyrismarkaði í dag. Hins vegar eru hliðaraðgerðir bankans líklegri til að stuðla að styrkingu krónunnar, sérstaklega ef þær auka aðgengi erlendra fjárfesta að háum vöxtum Seðlabankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK