Viðskipti með Glitni og Kaupþing fyrir 10 milljarða

Brynjar Gauti

Viðskipti með bréf Kaupþings að verðmæti 3,6 milljarða króna áttu sér stað fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun, á genginu 715 en gengi bankans við lokun markaðar fyrir páska var 680. Þá voru skráð utanþingsviðskipti fyrir opnun markaðar i morgun með bréf í Glitni fyrir 868 milljónir á genginu 16,1. Síðdegis áttu sér stað utanþingsviðskipti með bréf Glitnis að verðmæti um 1,6 ma.kr á genginu 16,5. Heildarvelta með bréf í Kaupþingi var um 6,9 milljarðar króna en í Glitni um 3,1 milljarð eða alls 10 milljarða.

Gengi bréfa beggja bankanna hækkaði umtalsvert  í viðskiptum dagsins og nam hækkunin á Kaupþingi um 9,4% en í Glitni um 5,6%.  Viðskipti með bréf Landsbanka voru fyrir um 1 ma.kr í dag og var tæpur helmingur þeirra utanþings. Gengi bréfa í Landsbanka hækkaði um 5,2%.

Skortstaða sem þurfti að loka

Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að ástæða hinna stóru utanþingsviðskipta með bréf Kaupþings í morgun var að líkindum skortstaða eins eða fleiri aðila sem þeir þurftu að loka.

„Við þær aðstæður hefur viðkomandi fjárfestir veðjað á að bréf félagsins lækki í verði og fengið bréf að láni til þess að selja þriðja aðila. Þegar eigandi bréfanna ætlast til að fá þau til baka verður skortsali að kaupa bréf á markaði til þess að afhenda eigandanum. Geta viðskipti slíkra aðila átt þátt í að hlutabréf hækki ört í verði, eins og líklega var reyndin í dag. Slíkar aðstæður ýta einnig undir það að aðrir aðilar sem hafa skortselt bréfin komi inn á markaðinn og kaupi upp hlutabréf í viðkomandi fyrirtæki til þess að verja sig tapi ef verð heldur áfram að hækka.

Athyglisvert verður að fylgjast með verðþróun næstu daga, sérstaklega þar sem engar opinberar upplýsingar liggja fyrir um skortsölu hlutabréfa sem skráð eru í Kauphöllinni," samkvæmt Vegvísi Landsbankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK