Gengi krónunnar hefur veikst um 1,85% það sem af er degi en alls nema viðskiptin á millibankamarkaði 26 milljörðum króna. Gengisvísitalan stendur í 154,45 stigum en lokagildi hennar var 151,85 stig í gær. Bandaríkjadalur er 76,36 krónur, evran 120,16 og pundið 152,59 krónur.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,99% í Kauphöll Íslands það sem af er degi. Össur hefur hækkað um 3,18%, Kaupþing um 2,28% og Straumur um 1,4%. Atlantic Airways hefur lækkað um 2,7%, SPRON um 1,8% og Teymi um 1,2%. Alls nema viðskipti með hlutabréf 5 milljörðum króna í dag en 31 milljarður með skuldabréf.