Segir Ísland afar vel rekið land

Portes í fréttaþætti CNBC.
Portes í fréttaþætti CNBC.

Rich­ard Portes, pró­fess­or við London Bus­iness School, hélt uppi hörðum vörn­um fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf í viðtali við banda­rísku CNBC sjón­varps­stöðina í gær.  Sagði hann að Ísland væri afar vel rekið land sem eigi eft­ir að vegna vel.

Vaxta­hækk­un Seðlabank­ans í gær vakti at­hygli víða um heim og var fjallað um hana í mörg­um helstu fjöl­miðum. Portes hef­ur kynnt sér ís­lensk efna­hags­mál í þaula og m.a. skrifað um þau ýt­ar­lega skýrslu.

Í viðtal­inu á CNBC sagði Portes, að það færi eft­ir til­finn­ing­unni á markaðnum hvernig þró­un­in verði. All­ir væru að tala Ísland niður um þess­ar mund­ir, og ástæðan væri lík­lega sú, að all­ir væru að skortselja Ísland; marg­ir miðlar­ar væru að reyna að ýta bæði ís­lensk­um hluta­bréf­um og gengi krón­unn­ar niður og til þessa hefðu þeir grætt á því. Ef ís­lensk­um stjórn­völd­um tæk­ist að snúa þess­ari þróun við myndu spá­kaup­menn­irn­ir brenna sig.

Þá sagði Portes, að margt hefði verið ofsagt um „ís­lenska banka­vanda­málið." Íslensku bank­arn­ir væru traust­ir og vel rekn­ir og stoðir þeirra væru mun traust­ari en margra þeirra nor­rænu banka, sem þeir væru born­ir sam­an við og þeir ættu enga „eitraða papp­íra".

Viðtal CNBC við Rich­ard Portes

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka