„Seðlabanki Evrópu reif í gær reglubók sína til að bjarga Íslandi, hinum risastóra vogunarsjóði við vesturströnd Noregs sem á stóran hluta af breskum tískuvöruverslunum."
Svona hefst grein í breska blaðinu Financial Times í dag. Þegar nánar er lesið kemur í ljóst, að dálkahöfundinum er ekki fullkomin alvara þótt ýmislegt sé undirliggjandi.
Í greininni segir m.a. að seðlabanki Evrópu hafi leyft Íslandi að fá fé lánað gegn þýskum veðum en hluti af samkomulaginu hafi verið að leyfa Þýskalandi að innlima Ísland fyrir 2 krónur á hlut. Með þessu er verið að vísa til yfirtöku JP Morgan á Bear Stearns sem fór fram fyrir milligöngu bandaríska seðlabankans.
„Fjárfestar eru sagðir vera æfir og segja að Reykjavík ein sé 10 milljarða dala virði. En samkomulagið er hagstætt fyrir Þýskaland, sem hefur lengi viljað komast í fiskirí og fær nú fiskideild Íslands nánast ókeypis.
En Danir eru reiðir enda telja þeir sig hafa forkaupsrétt á Íslandssjóðnum, sem þeir ráku til 1944. Danir hafa hótað málaferlum nema þeir fái forkaupsréttinn á eynni. Embættismenn reyna nú að hafa milligöngu um sölu og endurleigu þar sem Danmörk leigir Ísland til Þýskalands fyrir litla upphæð en heldur áfram kröfum sínum til streitu."