Íslensk hlutabréf í alþjóðlegum skammarkrók?

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Þetta er fyrirsögn á frétt í danska viðskiptablaðinu Børsen þar sem fjallað er um verðfall íslenskra hlutabréfa síðustu mánuði. Segir blaðið, að Úrvalsvísitalan hafi lækkað um 55% undanfarna sex mánuði og aðeins ein hlutabréfavístitala í heiminum hafi lækkað meira: Ho Chi Minh vísitalan í Víetnam, sem hefur lækkað um 56%.

Serbnesk hlutabréf koma í þriðja sæti en hlutabréfavísitala þar í landi hefur lækkað um 42%. Þá hefur vísitalan í Jórdaníu lækkað um 40%.

Blaðið lætur þess getið, að þeir íslensku fjárfestar, sem haldið hafa fast í hlutabréf sín undanfarin ár hafi samt hagnast vel því þrátt fyrir lækkunina nú hafi íslensk hlutabréfavístiala fjórfaldast frá árinu 2001.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK