Verðbólgan var í samræmi við væntingar Greiningardeildar Kaupþings. Gerir Greiningardeild Kaupþings ráð fyrir að verðbólgan verði há næstu mánuði og að hún verði að meðaltali um 9% á öðrum ársfjórðungi 2008. Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi er verðbólgan aðallega drifin áfram af gengislækkun krónunnar, hækkandi hráefnaverði og útsölulokum.
Þá höfðu háir raunvextir töluverð áhrif á húsnæðisliðinn í vísitölu neysluverðs. Hækkun á matvöru hafði ekki mikil áhrif í verðmælingunum í mars og gerum við því ráð fyrir að gengislækkun krónunnar og hækkun hráefnaverðs muni koma að fullu inn í hækkun á matvörum í verðmælingum í apríl.