Krónan veiktist um 2,76% dag samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Gengisvísitalan er nú 157,75 stig en var 153,40 við opnun banka í morgun. Mikil velta var á millibankamarkaði í dag, en hún nam 59,3 milljörðum kr. Gengi Bandaríkjadals er nú 77,97 kr., evran er 122,85 kr. og pundið kostar nú 155,25 kr.