Spá enn meiri verðbólgu í aprílmánuði

Vísi­tala neyslu­verðs í mars­mánuði hækkaði ör­lítið meira frá fyrra mánuði en grein­ing­ar­deild­ir bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Hækk­un­in var 1,47% en deild­irn­ar gerðu ráð fyr­ir 1,2–1,4% hækk­un milli mánaða. For­stöðumenn grein­ing­ar­deild­anna spá því að verðbólg­an muni aukast enn frek­ar í næsta mánuði en hún muni lækka hratt er komið verður fram á sum­arið. Það sé þó háð því að krón­an hætti að veikj­ast.

Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Glitn­is, seg­ir að það sem standi upp úr varðandi mæl­ing­una á vísi­tölu neyslu­verðs nú sé að geng­isáhrif­in hafi komið skjótt fram. Útsölu­lok séu einnig kröft­ug­ur áhrifa­vald­ur og hús­næðis­verð hafi hækkað, sem komi nokkuð á óvart.

„Við reikn­um með að verðbólg­an muni verða enn meiri í næsta mánuði en nú og að 12 mánaða verðbólg­an fari þá úr 8,7% nú og upp und­ir 10%. Það get­ur varað eitt­hvað fram á árið, en mun þó ráðast af þróun krón­unn­ar. Þetta verðbólgu­skot mun síðan vænt­an­lega ganga til­tölu­lega snögg­lega yfir, jafn­vel á um sex mánuðum, og eft­ir það mun verðbólg­an lækka og verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans, 2,5%, nást rétt eft­ir næsta ár.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka