Fitch segir að einkunn Íslands gæti lækkað

Lækkandi gengi íslensku krónunnar gæti haft áhrif á lánshæfiseinkunn Íslands, segir sérfræðingur hjá matsfyrirtækinu Fitch við Reutersfréttastofuna. Segir sérfræðingurinn, að íslenski seðlabankinn kunni að þurfa að hækka vexti enn frekar þótt það geti leitt til samdráttar í hagkerfinu.

Haldi gjaldmiðillinn áfram að hrapa mun það hafa áhrif á einkunnina," segir Paul Rawson, sérfræðingur hjá Fitch, við Reuters. Ísland er nú með einkunnina A+ og stöðugar horfur. Rawson sagði, að enn væri nokkuð svigrúm en einkunn Íslands var lækkuð úr AA- á síðasta ári. Hann sagði að einkunnir væru ávalt í endurskoðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK