Heimamenn þekkja líklega gjaldmiðilinn betur en hinir

Breska blaðið The Times segir frá því í dag, að áætlað sé að íslensku bankarnir hafi hagnast um 155 milljarða króna, jafnvirði 1 milljarðs punda, á gengisfalli krónunnar á undanförnum vikum. Segir blaðið, að gert sé ráð fyrir að stjórnendur Kaupþings útskýri áhrif gjaldeyrishreyfinganna á bankaráðstefnu, sem Morgan Stanley heldur í Lundúnum í næstu viku.

Blaðið segir, að allir stóru íslensku bankarnir hafi búist við því undanfarin misseri að gengi krónunnar myndi lækka og því hafi þeir tekið stöður gegn krónunni. Þá hafi bankarnir einnig átt mikil viðskipti við evrópska miðlara, sem hafa keypt krónur til að nýta sér háa vexti á Íslandi.

The Times segir, að þessar fréttir komi á sama tíma og margir hafi áhyggjur af íslensku bönkunum, m.a. vegna þess hve skuldatryggingaálag þeirra hefur hækkað gífurlega. 

Haft er eftir ónafngreindum stjórnanda í ónafngreindri íslenskri stofnun: „Það er alltaf gáfulegt að gera ráð fyrir, að heimamaðurinn  kunni betri skil á eigin gjaldmiðli en útlendingarnir. Það hefur sýnt sig hér." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka