Kaupþing vísar orðrómi á bug

mbl.is

Kaupþing vís­ar á bug þeim orðrómi að bank­inn hafi vís­vit­andi reynt að stuðla að veik­ingu ís­lensku krón­unn­ar í viðskipt­um sín­um á gjald­eyr­is­markaði. Bank­inn sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu þessu efn­is und­ir kvöld. 

„Kaupþing hef­ur margoft gefið upp í tengsl­um við birt­ingu upp­gjöra að gjald­eyristengd­ar eign­ir eru um­fram gjald­eyristengd­ar skuld­ir til þess að verja eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans fyr­ir veik­ingu ís­lensku krón­unn­ar. Einnig er send skýrsla dag­lega til Seðlabanka Íslands sem sýn­ir gjald­eyrisviðskipti bank­ans við viðskipta­vini sína. Með þessu móti rík­ir fullt gegn­sæi á gjald­eyrisviðskipt­um Kaupþings með ís­lensku krón­una. Kaupþing vís­ar al­ger­lega á bug orðrómi þess efn­is að bank­inn hafi vís­vit­andi reynt að stuðla að veik­ingu krón­unn­ar í viðskipt­um sín­um á gjald­eyr­is­markaði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK