Síðasta vika besta vika Kaupþings í Bretlandi frá upphafi

Kaupþing
Kaupþing

Jón­as Sig­ur­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri sam­skipta­sviðs Kaupþings seg­ir að frétt Sunday Times þar sem fram kem­ur að Bresk­ir spari­fjár­eig­end­ur hafi síðustu daga í stór­um stíl flutt fé af reikn­ing­um Kaupþings í Bretlandi al­gjör­lega úr lausu lofti gripna þar sem síðasta vika hafi í raun verið besta vika Kaupþings í Bretlandi hingað til.

Breska blaðið Sunday Times seg­ir í dag, að bresk­ir spari­fjár­eig­end­ur taki nú inni­stæður sín­ar út úr reikn­ing­um ís­lenskra banka af ótta við að ís­lenska banka­kerfið kunni að hrynja.

Seg­ir blaðið að bresk­ir spari­fjár­eig­end­ur hafi síðustu daga í stór­um stíl flutt fé af Ices­a­ve reikn­ing­um, sem Lands­bank­inn býður í Bretlandi, og Kaupt­hing Edge reikn­ing­um, sem Kaupþing býður, inn á reikn­inga breskra banka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK