Síðasta vika besta vika Kaupþings í Bretlandi frá upphafi

Kaupþing
Kaupþing

Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings segir að frétt Sunday Times þar sem fram kemur að Breskir sparifjáreigendur hafi síðustu daga í stórum stíl flutt fé af reikningum Kaupþings í Bretlandi algjörlega úr lausu lofti gripna þar sem síðasta vika hafi í raun verið besta vika Kaupþings í Bretlandi hingað til.

Breska blaðið Sunday Times segir í dag, að breskir sparifjáreigendur taki nú innistæður sínar út úr reikningum íslenskra banka af ótta við að íslenska bankakerfið kunni að hrynja.

Segir blaðið að breskir sparifjáreigendur hafi síðustu daga í stórum stíl flutt fé af Icesave reikningum, sem Landsbankinn býður í Bretlandi, og Kaupthing Edge reikningum, sem Kaupþing býður, inn á reikninga breskra banka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka