Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að ekki verði farið í útboð íbúðabréfa á fyrsta ársfjórðungi og mun hluti áætlaðrar útgáfu íbúðabréfa verða færður til annars ársfjórðungs ársins 2008. Samkvæmt áætlunum sjóðsins átti að gefa út íbúðalánabréf fyrir 11-13 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi.
Útlán sjóðsins hafa verið minni á fyrsta ársfjórðungi en áður var gert ráð fyrir og hefur lausafjárstaða sjóðsins verið góð á tímabilinu. Endurskoðaðar áætlanir sjóðsins verða birtar í lok fjórtándu viku ársins 2008, samkvæmt tilkynningu frá Íbúðalánasjóði.