Engin útboð hjá Íbúðalánasjóði

mbl.is

Íbúðalána­sjóður hef­ur ákveðið að ekki verði farið í útboð íbúðabréfa á fyrsta árs­fjórðungi og mun hluti áætlaðrar út­gáfu íbúðabréfa verða færður til ann­ars árs­fjórðungs árs­ins 2008. Sam­kvæmt áætl­un­um sjóðsins átti að gefa út íbúðalána­bréf fyr­ir 11-13 millj­arða króna á fyrsta árs­fjórðungi.

Útlán sjóðsins hafa verið minni á fyrsta árs­fjórðungi en áður var gert ráð fyr­ir og hef­ur lausa­fjárstaða sjóðsins verið góð á tíma­bil­inu. End­ur­skoðaðar áætlan­ir sjóðsins verða birt­ar í lok fjór­tándu viku árs­ins 2008, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Íbúðalána­sjóði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka