FL Group selur allan hlut sinn í Finnair

Finnair
Finnair mbl.is/Finnair

FL Group hefur selt 12,69% eignarhlut í finnska flugfélaginu Finnair og er því ekki lengur meðal hluthafa í Finnair.  Andvirði sölunnar er um 13,6 milljarðar íslenskra króna. Salan hefur neikvæð áhrif á afkomu FL Group á fyrsta ársfjórðungi 2008 sem nemur um 1,7 milljörðum króna.

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, segir í tilkynningu: „Sala hlutanna er í samræmi við stefnu FL Group að minnka vægi eignarhluta í skráðum félögum sem ekki falla undir kjarnafjárfestingar félagsins í fjármála, trygginga- og fasteignafélögum. Við leggjum nú mikla áherslu á stærstu eignarhluta FL Group í Glitni, Tryggingamiðstöðinni og Landic Property, auk fjölmargra fjárfestingaverkefna í óskráðum félögum í ýmsum greinum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK