FME rannsakar árásir á krónuna

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Eyþór

Fjármálaeftirlitið hefur hafið opinbera rannsókn á því hvort alþjóðlegir vogunarsjóðir hafi gert áhlaup á íslensku krónuna og hlutabréfamarkaðinn. Kaupþing íhugar að kæra bandaríska bankann Bear Stearns fyrir þátt bankans í meintu áhlaupi á íslenska bankann í kjölfar Íslandsheimsóknar starfsmanna bankans og fjögurra vogunarsjóða í janúar. Þetta kemur fram í breska viðskiptablaðinu Financial Times í dag.

Í fréttinni kemur fram að þetta sýni gremju Íslendinga með meintar aðgerðir alþjóðlegra fjárfesta gegn íslensku krónunni og hlutabréfamarkaðnum. Að  íslensk stjórnvöld vilji með rannsókninni láta hart mæta hörðu eftir að hafa reynt að fræða alþjóðlega fjárfesta um íslensk efnahagsmál.

Þar kemur fram að Kaupþing hafi leitað til lögfræðinga varðandi heimsókn starfsmanna Bear Stearns og fjögurra erlendra vogunarsjóða til Íslands í janúar og það sem gerðist í kjölfar heimsóknarinnar. Samkvæmt FT mun Kaupþing geta lagt fram tölvupósta og upptökur af símtölum frá Bear Stearns og mögulega vogunarsjóðanna. Þeir fjórir vogunarsjóðir sem blandast inn í málið eru auk Bear Stearns á vegum DA Capital Europe, King Street, Merril Lynch GSRG og Sandelman Partners.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK