FME rannsakar árásir á krónuna

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Eyþór

Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur hafið op­in­bera rann­sókn á því hvort alþjóðleg­ir vog­un­ar­sjóðir hafi gert áhlaup á ís­lensku krón­una og hluta­bréfa­markaðinn. Kaupþing íhug­ar að kæra banda­ríska bank­ann Bear Ste­arns fyr­ir þátt bank­ans í meintu áhlaupi á ís­lenska bank­ann í kjöl­far Íslands­heim­sókn­ar starfs­manna bank­ans og fjög­urra vog­un­ar­sjóða í janú­ar. Þetta kem­ur fram í breska viðskipta­blaðinu Fin­ancial Times í dag.

Í frétt­inni kem­ur fram að þetta sýni gremju Íslend­inga með meint­ar aðgerðir alþjóðlegra fjár­festa gegn ís­lensku krón­unni og hluta­bréfa­markaðnum. Að  ís­lensk stjórn­völd vilji með rann­sókn­inni láta hart mæta hörðu eft­ir að hafa reynt að fræða alþjóðlega fjár­festa um ís­lensk efna­hags­mál.

Þar kem­ur fram að Kaupþing hafi leitað til lög­fræðinga varðandi heim­sókn starfs­manna Bear Ste­arns og fjög­urra er­lendra vog­un­ar­sjóða til Íslands í janú­ar og það sem gerðist í kjöl­far heim­sókn­ar­inn­ar. Sam­kvæmt FT mun Kaupþing geta lagt fram tölvu­pósta og upp­tök­ur af sím­töl­um frá Bear Ste­arns og mögu­lega vog­un­ar­sjóðanna. Þeir fjór­ir vog­un­ar­sjóðir sem bland­ast inn í málið eru auk Bear Ste­arns á veg­um DA Capital Europe, King Street, Merril Lynch GSRG og Sand­elm­an Partners.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK