Frétt um Ísland fjarlægð

Sunday Times lét taka út frétt um úttektir úr íslenskum …
Sunday Times lét taka út frétt um úttektir úr íslenskum bönkum. mbl.is/Golli

Í gær stóð til að breska blaðið Sunday Times tæki út frétt af vef sínum þar sem sagt var frá því að breskir sparifjáreigendur taki nú innistæður sínar út úr reikningum íslenskra banka af ótta við að íslenska bankakerfið kunni að hrynja. Vegna bilunar í tölvukerfi blaðsins var það ekki gert fyrr en í dag.

Sagði blaðið að breskir sparifjáreigendur hafi síðustu daga í stórum stíl flutt fé af Icesave reikningum, sem Landsbankinn býður í Bretlandi, og Kaupthing Edge reikningum, sem Kaupþing býður, inn á reikninga breskra banka.

Fréttin finnst ekki á vef Sunday Times ekki heldur ef leitarvél fréttavefjarins er notuð.

Blaðið mun einnig hafa skipað öllum fréttaveitum, fréttavöktunarfyrirtækjum og úrklippusöfnum að fjarlægja og eyðileggja eintök af fréttinni sem bar fyrirsögnina Icesave gets a chill from credit crisis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK