Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins 450 punktar

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Golli

Skuldatryggingarálag Kaupþings er nú 950 punktar á fimm ára skuldabréfum, Glitnis 1.000 punktar og Landsbankans 825 punktar. Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins er 450 punktar, samkvæmt upplýsingum frá svissneska bankanum Credit Suisse.

Um síðustu áramót var skuldatryggingarálag Kaupþings 292 punktar, Glitnis 197 punktar, Landsbankans 133,3 punktar og íslenska ríkisins 64,7 punktar.

Skuldatryggingarálag mælir hvað það kostar fyrir fjárfesta að kaupa tryggingu gegn því að útgefandi viðkomandi skuldabréfs geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Kostnaðurinn er mældur sem álag ofan á grunnvexti. Álagið er almennt talið vera einn besti mælikvarðinn á þau markaðskjör sem bankar standa frammi fyrir á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum.

Á veg Bloomberg fréttastofunnar kemur fram að skuldatryggingarálagið hafi hækkað eftir ræðu Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra á ársfundi bankans á föstudag þar sem hann sagði: „óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Þeim mun ekki takast það. En til álita hlýtur að koma að gera alþjóðlega opinbera rannsókn á slíku tilræði við heilbrigð fjármálakerfi."


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK