Ísland fórnarlamb fjármálasamsæris?

Paul Krugman, dálkahöfundur bandaríska dagblaðsins New York Times, veltir því fyrir sér í dag hvort Ísland sé fórnarlamb fjármálasamsæris. „Slíkt gerist í raun og veru," segir Krugman og vísar til þess þegar nokkrir vogunarsjóðir reyndu að gera atlögu að Hong Kong á árunum 1997-1998.

Krugman vitnar í fréttir af ummælum Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, á ársfundi bankans á föstudag um að atlagan, sem gerð hefði verið að íslenskum bönkum og íslenska ríkinu lykti óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið.

„Eitt athyglisvert atriði: Það virðist sem íslensk stjórnvöld gruni einkum Bear Stearns. Ég mun fylgjast með þessu máli," segir Krugman.

Dálkur Krugmans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK