Slæmar fréttir af evrópskum bönkum í morgunsárið

UBS á rauðu ljósi
UBS á rauðu ljósi Reuters

Útlit er fyrir að tap stærsta banka Þýskalands, Deutsche Bank, nemi um 2,5 milljörðum evra, 304 milljörðum króna, á fyrsta ársfjórðungi. Skýrist tapið aðallega af mun erfiðari aðstæðum á fjármálamörkuðum heldur en áður var talið í kjölfar erfiðleika á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum.

Að sögn Josef Ackermann, forstjóra Deutsche Bank, er þetta í fyrsta skipti sem bankinn er rekinn með verulegu tapi. Hlutabréf bankans lækkuðu í Kauphöllinni í Frankfurt eftir að afkomuviðvörunin var birt.

Stjórnarformaður UBS segir af sér

En Deutsche Bank var ekki eini bankinn sem gaf út afkomuviðvörun í morgunsárið í Evrópu. Stærsti banki Sviss, UBS, tilkynnti í morgun um frekari afskriftir og tap af fasteignalánum í Bandaríkjunum, eða alls 19 milljarða Bandaríkjadala.

Nam tap UBS á fyrsta ársfjórðungi 12 milljörðum svissneskra franka, 926 milljarða króna og hefur stjórnarformaður UBS, Marcel Ospel, ákveðið að segja af sér. 

UBS þurfti að afskrifa 16 milljarða svissneskra franka á seinni hluta ársins 2007 og bætast afskriftirnar nú við þá fjárhæð. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK