Tap Verðbréfunar 2,3 milljónir króna

Tap Verðbréf­un­ar hf. sem er í eigu Lands­bank­ans, nam 2,3 millj­ón­um króna á síðasta ári. Árið 2006 nam hagnaður fé­lags­ins 1,8 millj­ón­um króna. Tap fé­lags­ins er fært til lækk­un­ar á óráðstafað eigið fé.

Orðrétt seg­ir um til­gang fé­lags­ins í árs­reikn­ingi:„Til­gang­ur fé­lags­ins er kaup og eign­ar­hald safna fast­eigna­veðlána af Lands­banka Íslands hf. og að standa að eig­in fjár­mögn­un með út­gáfu markaðshæfra skulda­bréfa. Fé­lag­inu er óheim­ilt að stunda aðra starf­semi en að fram­an grein­ir, þ.á.m. lána­starf­semi og verðbréfaviðskipti, nema hún teng­ist beint dag­legri starf­semi fé­lags­ins."

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að starf­sem­in hjá Verðbréf­un hf. hafi verið í lág­marki á ár­inu 2007. Heild­ar­eign­ir fé­lags­ins lækkuðu um 44,7 milj­ón­ir króna á milli ára eða 10,6%. Eigið fé fé­lags­ins lækkaði á sama tíma um 2,3 millj­ón­ir króna frá fyrra ári eða 27,3%," sam­kvæmt til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar Íslands.

Nán­ar um upp­gjör Verðbréf­un­ar 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK