Evran hélt áfram að lækka gagnvart Bandaríkjadal í morgun eftir talsverða lækkun í gær. Skýrist lækkunin einkum af slæmum fregnum frá stærstu banka Þýskalands og Sviss en þeir hafa þurft að afskrifa talsverðar fjárhæðir vegna erfiðleika á fjármálamarkaði.
Evran var í morgun 1,5542 dalir í viðskiptum í Evrópu en var 1,5601 dalur í New York í gærkvöldi. Sterlingspund hækkaði gagnvart Bandaríkjadal í 1,9784 dali úr 1,9763 dölum.