„Gildra fyrir birni verður að koma á óvart"

mbl.is

Íslensk stjórnvöld undirbúa að hafa bein afskipti af gjaldeyris- og hlutabréfamarkaði til þess að koma í veg fyrir árásir erlendra vogunarsjóða á íslenskan fjármálamarkað. Með þessu vilja stjórnvöld refsa þeim sem eiga hlut að máli, samkvæmt frétt á vef Financial Times. Þar er haft eftir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, að hann vilji ekki gefa upp hvernig afskiptum verði háttað. „Gildra fyrir birni verður að koma á óvart".

Segir Geir í viðtalinu að stjórnvöld vilji losna við þessa aðila af bakinu og nú séu skoðaðir allir möguleikar í stöðunni. Segir hann þörf á aðgerðum þar sem bæði fjármálamarkaður og gjaldeyrismarkaður landsins varð á ósanngjarnan hátt og jafnvel ólöglegan hátt fyrir veikingu vegna aðgerða vogunarsjóða sem vilja ekkert annað en hafa fé upp úr spilinu.

Segir Geir í viðtalinu að Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafa ýmis úrræði til þess að hafa áhrif á stöðu mála og þau ráð hafi ekki öll verið enn nýtt. 

Í gær tóku matsfyrirtækin Fitch Ratings og Standard & Poor's lánshæfismat íslenska ríkisins til endurskoðunar með mögulega lækkun í huga. Samkvæmt Fitch er horfum fyrir lánshæfismat ríkissjóðs vegna langtímaskuldbindinga hefði verið breytt í neikvæðar úr stöðugum. Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs var hins vegar staðfest, hún er A+ fyrir erlendar langtímaskuldbindingar. Þá greindi Standard & Poor's frá því  að það hefði tekið til athugunar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar með neikvæðum vísbendingum.

Í tilkynningu Standard & Poor's segir að ákvörðun fyrirtækisins endurspegli það mat að skort hafi á upplýsingar um hvernig íslensk stjórnvöld ætli að takast á við aukin efnahagsleg viðfangsefni. Þessi viðfangsefni komi að mestu til vegna þrýstings í tengslum við lánsfjármögnun Íslands í erlendum gjaldmiðli sem gæti leitt til beins opinbers stuðnings við þrjá stærstu bankana.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK