Olíuverð hækkar á ný

Olíuborpallur Statoil á Hvítabjörns-svæðinu í Norðursjó.
Olíuborpallur Statoil á Hvítabjörns-svæðinu í Norðursjó. mbl.is/statoil

Verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í maí hækkaði um 3,85 dali tunn­an eða 3,8% á ol­íu­markaði í New York í dag eft­ir að banda­rísk stjórn­völd greindu frá því að vara­birgðir af bens­íni höfðu dreg­ist sam­an þriðju vik­una í röð. Viðskipti voru með hrá­ol­íu á 104,83 dali tunn­an en Brent Norður­sjávar­ol­ía hækkaði um 3,58 dali tunn­an, í 103,75 dali, á ol­íu­markaði í Evr­ópu í dag.

Orku­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna greindi frá því að vara­birgðir af hrá­ol­íu hafi auk­ist um 7,3 millj­ón­ir tunna í síðustu viku sem er mun meiri aukn­ing en talið var. Hins veg­ar dróg­ust bens­ín­birgðir sam­an um 4,5 millj­ón­ir tunna sem er  tvö­falt meiri sam­drátt­ur en spár gerðu ráð fyr­ir.

Markaður­inn brást strax við þess­um frétt­um og hækkaði verð á bens­íni og olíu strax, eft­ir að hafa hald­ist nokkuð stöðugut að und­an­förnu. Hafði þetta einnig áhrif á hluta­bréfa­markað þar sem fjár­fest­ar ótt­ast frek­ari hækk­an­ir og að neyt­end­ur dragi enn frek­ar sam­an neysl­una af ótta við sam­drátt í efna­hags­líf­inu.

Evr­an hækkaði gagn­vart Banda­ríkja­dal og er 1,5664 dal­ir í viðskipt­um á gjald­eyr­is­markaði í New York í kvöld. Breska pundið hækkaði einnig og er 1,9885 dal­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK