407 þúsund nýskráningar á atvinnuleysisskrá í Bandaríkjunum

Nýskráningum á atvinnuleysisskrá í Bandaríkjunum fjölgaði í síðustu viku um 38 þúsund á milli vikna í 407 þúsund og hafa þær ekki verið jafn miklar í rúm tvö ár, eða frá því í september 2005. Þykir þetta vera enn ein vísbendingin um slæmt ástand í bandarísku efnahagslífi. Fyrir ári síðan voru nýskráningarnar 319 þúsund talsins.

Eru þetta mun fleiri einstaklingar heldur en spár hagfræðinga hljóðaði upp á en þeir töldu að nýskráningar yrðu um 365 þúsund talsins. Talið er að páskar spili eitthvað inn í aukninguna en ekki var tekið við skráningum í páskavikunni.

Þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur af staðaldri fjölgaði um 97 þúsund og eru þeir nú 2,94 milljónir talsins, samkvæmt tölum frá 22. mars sl. Hafa þeir ekki verið fleiri frá því í júlí 2004.

Í gær viðurkenndi formaður bankaráðs Seðlabanka Bandaríkjanna, Ben Bernanke, í fyrsta skipti að það stefndi í samdrátt í bandarísku efnahagslífi. Margir hagfræðingar telja hins vegar að samdráttarskeiðið sé þegar hafið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK