Krónan styrktist um 0,03% í dag, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Í upphafi viðskipta var gengisvísitalan 151, en í lok dags var hún 150,85. Velta á millibankamarkaði nam 41,6 milljörðum króna. Gengi dollarans er 74,89 krónur, pundsins 149,31 og evrunnar 117,27.