Mesta lækkun á verði einbýlishúsa í tæp 7 ár

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fasteignaverð á landinu öllu breyttist lítið á milli febrúar og marsmánaða, eða um 0,32% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Verðlækkun einbýlis á höfuðborgarsvæðinu er 2,4% milli mánaða og er það mesta lækkun sem mælst hefur frá því í október 2001 þegar það lækkaði um 2,6% frá fyrri mánuði. 

Það skal þó haft í huga að miklar sveiflur geta verið milli mánaða, en verðið hefur því sem næst staðið í stað síðustu 3 mánuði, samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Landsbankans.

Fasteignaverð á landsbyggðinni hækkaði um 1,5% og fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um nærri 1%. Tólf mánaða hækkun fasteignaverðs fyrir landið allt nemur nú 13,9%. Tólf mánaða breyting lækkar nú milli mánaða en það er annan mánuð í röð sem hún gerir það eftir nær samfellda hækkun allt síðastliðið ár.

„Tólf mánaða hækkun einbýlis nemur nú 13,6% en í janúar var tólf mánaða hækkunin 17,8% - sú mesta frá því um mitt ár 2006. Þessar niðurstöður styðja áður birtar tölur Fasteignamats ríkisins um að verulega sé að hægjast um á fasteignamarkaði. Við væntum þess að sú þróun haldi áfram og gerum ráð fyrir að fasteignaverð geti lækkað um allt að 5% á næstu 12 mánuðum," samkvæmt Vegvísi Landsbankans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK