Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft hefur gefið netfyrirtækinu Yahoo! þrjár vikur til þess að svara yfirtökutilboði upp á 44,6 milljarða Bandaríkjadala. Að sögn forstjóra Microsoft, Steve Ballmer, mun Microsoft leita beint til hluthafa Yahoo! ef stjórn félagsins svarar ekki tilboðinu fyrir 26. apríl.
Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft hefur gefið netfyrirtækinu Yahoo! þrjár vikur til þess að svara yfirtökutilboði upp á 44,6 milljarða Bandaríkjadala. Að sögn forstjóra Microsoft, Steve Ballmer, mun Microsoft leita beint til hluthafa Yahoo! ef stjórn félagsins svarar ekki tilboðinu fyrir 26. apríl.
Microsoft gerði yfirtökutilboð í Yahoo þann 31. janúar sl. en stjórn Yahoo hafnaði tilboðinu þar sem það væri of lágt.