Stórsektir fyrir að hafa opið á sunnudögum

Reuters

Ikea var í síðustu viku sektað um hátt í hálfa milljón evra fyrir að hafa verslun opna í úthverfi Parísa á sunnudegi. Stór, frönsk byggingavöruverslunarkeðja var lögsótt og krafist álíka sektar á hendur henni fyrir sama brot - gegn 102 ára gamalli reglugerð sem kveður á um að verslanir í Frakklandi skuli vera lokaðar á sunnudögum.

Eru þessi tvö tilfelli til marks um harðnandi baráttu franskra launþegasamtaka og verslunareigenda um hvort verslanir megi vera opnar á hvíldardeginum.

Ríkisstjórn Nicolas Sarkozys forseta nýtur stuðnings stórra fyrirtækja í viðleitni til að losa um gömul höft, sem er liður í umfangsmeiri aðgerðum til að draga úr hömlum í frönsku efnahagslífi.

Fylgismenn laganna sem sett voru 1906 og banna að verslanir séu opnar á sunnudögum eru staðráðnir í að koma í veg fyrir að þau verði numin úr gildi, og krefjast þess að stórsektir liggi við brotum.

Segja þeir lögin varðveita franskt lífsmynstur sem ekki var jafn heltekið af neyslu og nú er orðið.

Reyndar hafa verslunarmenn í Frakklandi um áratuga skeið getað farið í kringum lögin, því að í þeim eru ákvæði er heimila embættismönnum bæja og sveitastjórna að leyfa verslanaopnun á sunnudögum.

En í nóvember var úrskurðað í Val d'Oise, norður af París, að þessi ákvæði stæðust ekki lög. Allmargar verslanir, þ.á m. Ikea, héldu samt áfram að hafa opið á sunnudögum, og vonuðu að borgaryfirvöld og Sarkozy myndu sjá í gegnum fingur sér.

Sú von rættist ekki, og hafa verslanirnar því verið sektaðar um miklar fjárhæðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK