Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,87% það sem af er degi og stendur í 5.401,80 stigum. SPRON hefur hækkað um 8%, Exista um 5,21% og FL Group um 2,65%. Flaga hefur lækkað um 5,06%. Hlutabréfavísitölur hafa hækkað alls staðar á Norðurlöndum sem og helstu mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum.
FTSE vísitalan í Lundúnum hefur hækkað um 0,80%, DAX hefur hækkað um 0,79% í Frankfurt og CAC um 0,80% í París.
Í Bandaríkjunum hefur Dow Jones hækkað um 0,31%, Nasdaq um 0,34% og Standard & Poor's um 0,51%.