Allir taka skortstöðu í Íslandi

Barinn á 101 Hótel.
Barinn á 101 Hótel.

„Á nöturlegu janúarkvöldi var hópur alþjóðlegra vogunarstjóðstjóra saman kominn á barnum á 101 Hótel í miðborg Reykjavíkur til að fá sér í staupinu fyrir kvöldmatinn.“ Þannig hefst frásögn breska blaðsins Financial Times af fundi manna sem bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns sendi hingað.

„Bear hafði skipulagt þennan leiðangur til að ræða mætti stórfurðulega stöðu íslensks efnahagslífs,“ segir ennfremur í frásögn blaðamanns FT, David Ibison. „Það sem gerðist á fundinum er fyrir löngu orðið goðsagnarkennt meðal íslenskra fjármálamanna.“

Haft er eftir framkvæmdastjóra hjá „stórum, íslenskum banka“ að þegar hann hafi komið inn á barinn hafi einn sjóðstjórinn gefið sig á tal við hann og sagt að allir sem þarna voru - nema hann sjálfur - hefðu „tekið skortstöðu í Íslandi.“ Sagði framkvæmdastjórinn íslenski að sjóðstjórinn hefði líkt hagnaðarmöguleikunum við „endurkomu Krists.“

„Eftir því sem leið á kvöldið ... og meira var drukkið urðu samræðurnar og spurningarnar fjandsamlegri og gefnar voru yfirlýsingar um skortstöðu,“ segir íslenski framkvæmdastjórinn ennfremur.

Í kjölfar þess sem gerst hefur eftir þennan fund á 101 Hótel hefur Fjármálaeftirlitið hafið rannsókn á því hvort vogunarsjóðir hafi gert atlögu að krónunni, íslenska bankakerfinu og hlutabréfamarkaðinum, og kerfisbundið komið af stað neikvæðum og röngum orðrómi um íslenska banka og fjármálalíf í því skyni að hagnast.

Grein Financial Times.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK