Meðal þeirra eigna, sem Stoðir Invest kaupa nú af Baugi Group er 49% eignarhlutur í útgáfufélagi Nyhedsavisen í Danmörku. Svenn Dam, stjórnarformaður Nyhedsavisen, segir hins vegar við viðskiptavef Jyllands-Posten, að hann sjái ekki að Íslendingarnir hafi selt neitt heldur séu þeir að endurskipuleggja starfsemi sína.
Blaðið segir, að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, sé einnig aðaleigandi og stjórnarformaður Stoða Invest. Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóri Nyhedsavisen, segir að Jón Ásgeir verði áfram stjórnarformaður fjárfestinga í Dagsbrun Media. Jón Ásgeir hafi aðeins skipt fjárfestingum sínum milli þriggja eignarhaldsfélaga.