Tapið af undirmálslánum 945 milljarðar dala

Reuters

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF) telur að tapið vegna undirmálslánakreppunnar í Bandaríkjunum geti numið 945 milljörðum Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í skýrslu sem IMF birti í dag.

Kemur fram í skýrslunni að  vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á bandarískum fasteignamarkaði, svo sem  vegna lækkunar á verði fasteigna, geti tapið á  fasteignalánum numið allt að 565 milljörðum dala. Að teknu tilliti til þessa og afskrifta á öðrum tegundum lána þá er ekki ólíklegt að tapið nemi alls 945 milljörðum dala.

Segir í skýrslunni sem fjallar um stöðugleika á alþjóðlegum fjármálamarkaði að kreppan sé ekki bara tengd undirmálslánaum heldur nái hún miklu víðar um fjármálamarkaðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK